Flatkökur úr Mýrdal

1 bolli haframjöl (má nota rúgmjöl en þá verða þær ekki mýrdælskar, ásta frænka notar líka stundum sólblómafræ)
2 bollar hveiti, ekki of mikið gæða, má blanda með heilhveiti
1 tsk salt
lyftiduft á hnífsoddi (ætla að prufa að sleppa)
1/2 tsk sykur (má vafalaust sleppa)
1 bolli sjóðandi vatn

Hitið hellu þar til hún er nánast rauðglóandi. Það má alveg reyna að nota smíðajárnspönnu eða pönnukökupönnu.

Hnoðið deigið sjóðandi heitt, en mjög lítið. Notið gúmmíhanska, eða bara sleif. Rúllið í þykka pulsu og skerið í 5 mm sneiðar. Fletjið út í hveiti, en passið að ekkert laust hveiti verði eftir eftir hnoðun. (það brennur)

Allt þarf að gerast frekar hratt. Afskorningar sem eru endurhnoðaðir verða seigir. Allt sem er ekki a.m.k. volgt þegar það er bakað verður seigt.

Bökun. Leggið kökurnar á sjóðheita hellu (eða pönnu, ef það virkar) í 30 sek á hvora hlið. Pikkað með gafli á meðan.

Leave a Reply