Archive for the ‘Uncategorized’ Category

Hollenskur lagsmaður með spagú

Thursday, February 4th, 2010

Innihald:
Reyktur lax, ca 100gr
2 eggjarauður
1 tsk dijonsinnep
vatn
1 laukur
2 stönglar sellerý
2-3 tsk edik
dill á hnífsoddi
100 gr smjör
2-3 msk sýrð mjólkurvara
400gr spagú eða fettucini eða tagliatelle

Setja yfir vatn f. spagú. Hálfur laukur smátt saxaður ásamt sellerýstönglum, steikt í litlum potti. Þegar laukurinn er orðinn smá glær, má skvetta eins og 4 msk af vatni á hann, bæta við edikinu og sinnepinu og dillinu. Þegar þetta hefur soðið niður um helming skal taka pottinn af og hræra eggjarauðunum saman við. Þær þykkna hratt, og skal bæta smjörinu við smátt og smátt. Svipað og ef maður væri að laga hollandaisesósu. Skerið laxinn í þunnar sneiðar og saxið svo gróft. Þegar sósan er tilbúin skal setja laxinn út í. Gott er að bæta við 2-3msk af sýrðum rjóma, rjómaosti eða bara AB-mjólk, til að gefa frískara bragð.

Nú ætti pastað að vera tilbúið. Sigtið pastað. Saxið hinn helming lauksins smátt og berið fram með pastanu og sósunni, sem garnish. Endilega setjið líka piparkvörn á borðið og ef til er steinselja, karsi eða annað slíkt mætti bera það fram sömuleiðis. Ef þú ert óbermi, skal setja smjör á borðið, svo það verði nú örugglega nógu mikil fita í boði.

snöggsteikt kjöt

Monday, November 9th, 2009

200gr grísahnakki skorinn í þunna strimla

Marenering
sojasósa
ostrusósa
smá rifið (maukað) engifer
kúfuð msk púðursykur

Grænmeti með

1 laukur
ca. bolli strengjabaunir
ca. bolli babymaís
dós af vatnskastaníum

Annað
Saxa 2 litla chillipipra
Saxa 4 hvítlauksgeira
Svartur pipar

Sósa
2 msk vatn
1 msk sojasósa
1 msk sérrý eða martini
1/2 msk hunang

Aðferð
Setja kjöt í marineringu
Steikja baunir í olíu og taka til hliðar
Steikja maís og taka til hliðar
Steikja lauk, búa til pláss fyrir kjöt, setja kjöt á pönnu og kvítlauk og chilli ofan á. Ekki hræra fyrr en eftir 1 mínútu, svo kjötið nái að brúnast almennilega, og hvítlaukurinn brenni ekki. Steikja svo kjötið á hreyfingu eftir að það hefur brúnast.

Bæta við maís, steikja í mín. Bæta við baunum og kastaníuhnetum og steikja í mín. Bæta við sósu og steikja í mín.

Tilbúið.

Strákarnir sögðu ommnomm.

Löggan í dag

Wednesday, April 23rd, 2008

Svona er íslenska lögreglan í dag.