Archive for November, 2014

Saag Chana (Spínat- og kíkertukarrý)

Wednesday, November 26th, 2014

Smá olía
1 stór laukur eða 2 litlir, saxaður
1/2 tsk brún sinnepsfræ
1/2 tsk cuminfræ
2 heilar kardimommur (eða kardimommuduft á hnífsoddi með hinum möluðu kryddunum)
Salt, pipar, hvítur pipar eftir smekk

2 sm engiferbiti smátt saxaður (fullt af engifer!)
3 hvítlauksgeirar smátt saxaðir
1/2 tsk turmerik
Cuminduft á hnífsoddi
1 tsk kóríanderduft
1/2 tsk engiferduft

250 grömm frosið spínat (má nota ferskt, ef þið viljið vera grand á því, en ég held að bragðið verði ósköp svipað..)
1 stór grænn chilli hlutaður niður
1 dós kókosmjólk
1 dós saxaðir tómatar
1 dós kíkertur, síið vökvann frá.

Berist fram með t.d. sterku tómatchutney, raitu og grjónum.

Mynd af réttinum

Munið að setja yfir grjónin ef þið berið þau fram sem meðlæti!

Mýkið laukinn í olíunni við lágan hita. Setjið heilu kryddfræin um leið og laukin. Saltið og piprið.
Þegar laukurinn er byrjaður að mýkjast, bætið þá engiferinu við.
Þegar laukurinn er orðinn glær, bætið þá hvítlauknum og malaða kryddinu við.
Á meðan þessu stendur setjið þá frosna spínatið og niðurskorinn chilli-inn í blenderinn og tætið niður í litlar flygsur. Bætið kókosmjólkinni við og maukið. Hugsanlega er hægt að gera þetta með töfrasprota (ef spínatið er þýtt fyrst) eða matvinnsluvél, en ég mæli með blender.

Þegar laukurinn er byrjaður að verða ljósbrúnn, setjið þá tómatadósina út í og hækkið hitann. Þegar olían byrjar að skilja sig frá tómötunum, fjarlægið þá kardimommurnar og setjið svo spínatmaukið og kíkerturnar út í. Saltið og látið malla þar til ykkur líkar. Ég mallaði örugglega í hálftíma, eða þar til þetta hafði þornað talsvert, svona eins og grænt drullumall.