Gult tælenskt karrý með kúrbít, rækjum og grænmeti

1 dós kókosmjólk. Ekki lite. Ekki hrista hana. Kókosfitan á að ná að setjast efst.
1 msk olía, ég notaði Palmín.
Það mætti vafalaust nota 1 tsk rækjumauk. Ég fattaði það því miður of seint.
1 cm ferskt engifer, smátt saxað. Mætti nota galangal líka.
2 msk eða eftir smekk af grænu karrýi. Þetta var vel sterkt…
1 stór kúrbítur, skorinn í litla teninga. (0.5cm)
1 lítill laukur, saxaður
1 msk púðursykur

Þurr krydd. Þetta er mjög mikið slump og frekar vanáætlað.
1/2 tsk nýmöluð fennelfræ, má sleppa
2 tsk túrmerik eða meira. Túrmerikið er stór partur af bragðinu, það er ekki bara litarefni í þessari uppskrift.
1/2 tsk cuminduft
1 tsk hvítur pipar
1/2 tsk karrýduft

1 bolli kjúklingasoð, eða bara vatn og nota þá meira af fiskisósu.
1 tsk sojasósa
skvetta af fiskisósu
2-3 dropar af dökkri sesamolíu. Ég notaði líka 2 tsk af ljósu tahini, en því má sleppa.
4 þurrkuð karrýlauf (má bæta við 1-2 limelaufum ef vill)

3 meðalstórar gulrætur í strimlum.
Tæpur bolli frosnar grænar ertur, nú eða ferskar.

1 msk tómatpúrra, tæp hálf minidós

Ferskar kryddjurtir, má sleppa, þó síst kóríanderinu.
2-3 lauf thailensk basilíka, fínt söxuð
smá ferskt kóríander, ég notaði 5 stilka
1 lauf fersk mynta, ekki meira. Ég notaði 3 lauf nýsprottin og smá úr garðinum.

1 lítil dós vatnskastaníur, eða nota frosnar ef þær fást. Þær voru í sneiðum sem hentaði prýðilega. Skolið dósahnetur vel, annars kemur dósabragð.

1 1/2 bolli frosnar rækjur. Ég notaði cheapo salatrækjur. Ég er viss um að þetta er ekkert verra með ferskum risarækjum.

Safi úr mest 1/2 lime. Restina af lime-inu má svo bera fram í bátum.

Aðferð:
Hitaði kókosfituna efst úr dósinni ásamt auka olíu.
Mýkti engiferið í olíunni, ásamt græna karrýinu. Ef rækjumauk er notað skal steikja það á sama tíma.
Steikið karrýið þar til það byrjar að skilja sig.
Bætti svo kúrbít og lauk við, ásamt öllu þurrkryddinu og sykrinum og svitaði við lágan hita þar til zucchini var byrjað að mýkjast.
Hellti soðinu og restinni af kókosmjólkinni út á. Kryddaði með soja, fiskisósu, sesamolíu og hækkaði hitan til að ná upp suðu.
Bætti við karrýlaufunum. Ef þú vilt nota limelauf, væri upplagt að bæta þeim við líka á þessum tímapunkti.
Lét krauma í nokkrar mínútur.
Bætti við frosnum baunum og gulrótastrimlum og lét sjóða í nokkrar mínútur.
Bætti við tómatmaukinu, ekki láta sjóða of skarpt eftir að tómatmaukinu er bætt út í því þá er hætt við að sósan ysti örlítið.
Bætti við fersku kryddjurtunum og vantskastaníunum.
Smakkaði til með fiskisósu, limesafa og hvítum pipar.
Að lokum hækkaði ég hitan og dembti rækjunum út í. Sauð þar til þær voru næstum heitar í gegn og tók þá strax af hitanum. Ekki ofsjóða þær!

Borið fram með hrísgrjónum, fiskisósu og lime.

IMG_9525_small.

Leave a Reply