Búa til paneer.
http://www.wikihow.com/Make-Paneer-%28Indian-Cheese%29
ég bjó til mjúkan paneer úr tveimur lítrum af mjólk, með 50/50 ediki og sítrónusafa til að hleypa
mætti prófa harðan líka
Búa til sósu
1.5 laukur
stór biti engifer smátt saxaður
1/2 tsk broddkúminfræ
salt og pipar
Þetta er steikt þar til það verður mjúkt og sætt
Setja á meiri hita, bæta við handfylli af frosnu spínati (ca. 100 gr) og láta þiðna í hitanum
Ef ekki er til ferskt spínat má nota samtals 200 gr af frosnu.
Setja allt saman í matvinnsluvél með ca 1.5 dl jógúrt, blend!
Steikja paneer upp úr (ghee, olíu, smjöri, ble) á meðan, þar til hann verður brúnflekkóttur
Bæta við sósunni, steikja þar til paneerinn er allur úti í sósu.
Bæta við hrúgu af fersku spínati, ég notaði ca. 150 gr. Steikja þar til það koðnar.
Salta
Þetta er ótrúlega gott, eins undarlega og það hljómar.