Archive for October, 2012

Músakka

Tuesday, October 23rd, 2012

Þetta er kartöflumúsakka, sem er serbneskt að uppruna. Kryddblandan er samt miklu austrænni, þannig að þetta er svona fjúsjónmúsakka.

lambahakk 500 gr
(venjulega er notað 50/50 grísa- og nautahakk í serbneskt músakka, en mér finnst lambið gott með þessum kryddum)

1 paprika
1/2 lítill kúrbítur
2 laukar, ekkert brjálstórir
2 gulrætur
1 seljustöngull
fita, ég notaði 50/50 jómfrúarolíu og grísafeiti
allt smátt saxað byrja að svita
Grænmetið er ekkert heilagt nema laukurinn.
Það mætti t.d. örugglega skipta út einhverju af kjötinu og/eða paprikunni og kúrbíti fyrir eggaldin.
Eða sleppa seljunni, paprikunni og zuccini-inu bara alveg og hafa stærri lauka.
Fjölbreytnin gefur samt dýpt í bragðið.

1 tsk corianderfræ
1/8 tsk cumin fræ.
1 negulnagli
1 sm bútur kanilæl
2 allspice ber
alla vega tvær tsk pipar
salt
allt í kryddkvörn og út í miðja svitun

svita örugglega samtals í hálftíma við lágan hita

lambahakkið steikt saman við við hærri hita

bætt út í

tómatpaste ein dós
smá fiskisósa
smá martini rosso
1/2 tsk oregano
1/2 tsk rósmarín
2 tsk paprikuduft
smá chilliduft

mallmall svo
bæta ca. bolla af mjólk
meira mall

kássa tilbúin e. ca. 1 kst frá byrjun

skera slatta af kartöflum í þunnar sneiðar
(ég notaði 3 bökunarkartöflur. ca. 700 grömm)

olía í eldfast mót
raða á víxl kartöflum og kássu, svo eggjasull yfir

eggjasull er ca. 1 1/2 bolli jógúrt eða súrmjólk
3 egg
smá brætt smjör
smá rifið múskat
pínku salt
ostur ef vill, ég setti ca. 1/2 bolla
blandibland og hellt yfir

Bakað lengi við 200 gráður, alla vega klukkutíma
Ef eggjasullið brúnast of mikið, þá klára með álpappír ofan á.