Archive for November, 2009

snöggsteikt kjöt

Monday, November 9th, 2009

200gr grísahnakki skorinn í þunna strimla

Marenering
sojasósa
ostrusósa
smá rifið (maukað) engifer
kúfuð msk púðursykur

Grænmeti með

1 laukur
ca. bolli strengjabaunir
ca. bolli babymaís
dós af vatnskastaníum

Annað
Saxa 2 litla chillipipra
Saxa 4 hvítlauksgeira
Svartur pipar

Sósa
2 msk vatn
1 msk sojasósa
1 msk sérrý eða martini
1/2 msk hunang

Aðferð
Setja kjöt í marineringu
Steikja baunir í olíu og taka til hliðar
Steikja maís og taka til hliðar
Steikja lauk, búa til pláss fyrir kjöt, setja kjöt á pönnu og kvítlauk og chilli ofan á. Ekki hræra fyrr en eftir 1 mínútu, svo kjötið nái að brúnast almennilega, og hvítlaukurinn brenni ekki. Steikja svo kjötið á hreyfingu eftir að það hefur brúnast.

Bæta við maís, steikja í mín. Bæta við baunum og kastaníuhnetum og steikja í mín. Bæta við sósu og steikja í mín.

Tilbúið.

Strákarnir sögðu ommnomm.